Enginn af siðblindingjum Framsóknar og Sjálfstæðis hafa beðið Ríkisútvarpið afsökunar á langvinnum dylgjum og óhróðri. Ég minnist nafna eins og: Vigdís Hauksdóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Karl Garðarsson, Þorsteinn Sæmundsson, Ásmundur Einar Daðason, að ógleymdum Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Þessir eiga skilyrðislaust að falla á kné sér. Það er ekki fyrr en heimspressan er komin í málið og mesti siðblindingi landsins flúinn úr sjónvarpsviðtali, að þessir hafa misst málið. Vigdís hótaði Ríkisútvarpinu jafnvel niðurskurði. Nú reynir á, hvort þetta fólk sé jafn siðblint og ómerkilegt og ég tel það vera í raun.