Réttara er að reikna fylgi flokka út frá heildartölu spurðra en að draga frá þá óákveðnu. Þeir eru fjölmennastir, 48% af heildinni. Flokkurinn hefur bara 22% fylgi, Samfylkingin 14%, Vinstri græn 8%, Framsókn 6%, Hreyfingin 2% og Bezti flokkurinn 0%. Lágar tölur nýrra flokka sem fjórflokksins. Ég tel, að 15% hlaupi til gömlu flokkanna, þegar á reynir. Eftir eru þá 33%, tilbúin að kjósa nýjan flokk. Samt ekki Bezta flokkinn, Hreyfinguna eða aðra örflokka, hægri græna, kristilega og svo framvegis. Orðnir þreyttir á flokkunum, sem í boði eru. Þriðji hver kjósandi bíður eftir nýjum flokki. Bíður eftir Godot.