Beztu miðlarnir

Punktar

Þótt bandarískir fjölmiðlar eigi bágt, er kemur að pólitískum rétttrúnaði á borð við herinn og stríðin og hryðjuverkin, eru þeir í heildina beztu fjölmiðlar í heimi. Þeir eru ágengir og hafa burði til að stunda reikninga og rannsóknir. Á einni viku grafa þeir upp fleiri leyndarmál en evrópskir fjölmiðlar gera á heilu ári. Bandarískir fjölmiðlar búa líka við meira svigrúm en þekkist í Evrópu. Svokölluð sólskinslög hafa leitt til, að þúsundir opinberra gagnabanka hafa ratað í hendur fjölmiðla. Allir þessir gagnabankar væru taldir ríkisleyndarmál hér á landi.