Þjóðrembingum hlýnar um hjartað, þegar þjóðhetjan leggur Moody’s á hné sér. Verst er, að erlendir fjárfestar taka meira mark á Moody’s en pólitískum tækifærissinna. Þess vegna lifa þau góðu lífi, fyrirtækin í lánshæfismati. Þjóðrembingar telja, að forsetinn hafi tekið forustu í baráttu öreiga gegn ofurvaldi fjármálaheima. Í sveit hans eru Davíð Oddsson, höfundur hrunsins, og Hannes Hólmsteinn Gissurarson, hugmyndafræðingur þess. Á skrítnum tímum er margt skrítið í kýrhausnum. Er þó forsetinn ekki að segja annað en hann sagði sem klappstýra útrásar: Íslendingar eru beztir og mestir og stærstir.