Besti flokkurinn og Samfylkingin ákváðu í Orkuveitunni, að varafulltrúar í stjórn mættu ekki sjá fundargerðir 2000-2008. Á tímum kröfu um gegnsæi í stjórnsýslu halda þessir flokkar fast í leyndarhyggju fyrri ára. Segir mér, að Besti flokkurinn er ekki flokkur nýrra tíma. Hann er bara meira af sama gamla þvaðrinu, sem einkennir fjórflokkinn. Fundargerðirnar ná yfir tímann, þegar Orkuveitan breyttist úr fjárhagslegum hornsteini Reykjavíkur í tinandi gjaldþrota fyrirtæki. Mikilvægt er, að varafulltrúar í stjórn fái að vita meira um, hvernig þau ósköp gátu gerzt. Auðvitað einnig borgarbúar allir.