Berskjölduð einokun.

Greinar

Við höfum lært margt af kartöfluskorti undanfarinna vikna. Mikilvægast er þó, að menn hafa áttað sig á, að lítið sem ekkert er að marka yfirlýsingar Grænmetisverzlunar landbúnaðarins.

Komið hefur í ljós, aó egypzkar kartöfur hafa verið á boðstólum í útflutningshöfnum Vestur-Evrópu allar götur frá því í janúar. Mexíkönsku kartöflurnar, sem Dagblaðiðvbenti á og Grænmetisverzlunin keypti, voru alls ekki einu kartöflurnar, sem til greina komu.

Komið hefur í ljós, að unnt er að fá nýjar kartöílur árið um kring, og það á næstum því sama verðí og gömlu, pólsku kartöflurnar. Egypzku, mexikönsku og marokkönsku kartðflurnar kosta yfirleitt um 90 krönur á móti 70 króna verði pólsku kartaflnanna. Munurinn á efnainnihaldi nýrra og gamalla kartaflna er miklu meiri en verðmuninum nemur.

Komið hefur í ljós, að Grænmetisverzlunin var að berjast við vindmyllur, þegar hún talaði um útflutningsgjald á hollenzkum kartöflum. Þetta voru gamlar fréttir úr skipspósti frá því í febrúar. Gjaldið var þegar fyrir löngu aflagt, þegar Grænmetisverzlunin fór að verja sig með því. Og þetta hollenzka gjald hafði auðvitað aldrei verið lagt á kartöflur frá öðrum löndum.

Komið hefur í ljós, að Grænmetisverzlunin var bara að hræða, þegar hún sagði, að marokkanskar og mexikanskar kartöflur mætti ekki flytja hingað inn vegna hættu á Coloradobjöllu. Nú segir Grænmetisverzlunin, að hún hafi þegar verið búin að panta mexíkönsku kartöflurnar, þegar forstjórinn var að segja blaðóamanni Dagblaðsins frá Coloradobjöllunni.

Loks hefur komið Í ljós, aó framboð Grænmetisverzlunarinnar af nýju grænmeti frá útlöndum er ekki nema brot af því, sem á boðstólum er í erlendum höfnum. Þar á ofan virðist það kosta verzlunina meira að flytja grænmetið inn en það kostar ávaxtainnflytjendur að ílytja inn mjög viðkvæma ávexti.

Þetta endemismál er komið til sögunnar vegna þess, að Grænmetisverzlunin vildi heldur láta landsmenn verða kartöflulausa en að neita sér um að ná gömlum, pólskum kartöflum inn í landið. Í kringum þetta var spunninn flókinn lygavefur, sem nú hefur sprungið með eftirminnilegum hætti.

Því er hér með beðið um rannsókn á því, hvort umboðslaun einkaaðila kunni að hafa áhrif á hina dularfullu innkaupastefnu Grænmetisverzlunarinnar í kartöflum og grænmeti.

Grænmetisverzlun landbúnaðarins stendur svo borskjölduð í sínu eigin neti, að hún hefur séð sér þann kost vænstan að biðja svonefnda “Upplýsingaþjónustu” landbúnaðarins um aðstoð. Þessi upplýsingaþjónusta er í rauninni sérstök og að hluta til ríkisrokin áróðursstofnun landbúnaðarins, sem hefur áður gert sig seka um grófar rangfærslur. Er þess skemmst að minnast, þegar ýmsir forvígismenn landbúnaðarins flög guðu fyrir réttu ári gróflega fölsuðum tölum um kostnað við innflutning landbúnaðarafurða. Var þar m.a. gert ráð fyrir, að innflutningur kjöts mundi kosta margfalt meira en útflutningur kjöts kostar nú.

Neytendur þurfa nú að vakna til vitundar um, að hrekja þarf úr sessi hina voldugu aðila, sem sitja sem fastast á rétti neytenda.

Jónas Kristjánsson

Dagblaðið