Göran Persson forsætisráðherra hefur áhyggjur af berum konum á plakötum og fjölmiðlum í Svíþjóð. Hann ávarpaði ráðstefnu kratakvenna og sagði frá ráðagerð um að ritskoða fjölmiðla og auglýsingar á almannafæri, svo að fólk verði tilhlýðilega klætt á ljósmyndum. Ekki fjallaði hann neitt um, hvort sama ætti að gilda um bíómyndir. Ekki minntist hann heldur á, hvort gott væri að banna frásagnir af ofbeldi í fjölmiðlum eða bíómyndum. Hann virðist telja berar konur aðalvandann, að minnsta kosti í fjölmiðlum og á plakötum, en kannski síður í bíómyndum, þótt klámið sé þar nærtækast.