Benzín er ódýrt

Punktar

Benzín hækkar óhjákvæmilega í verði til langs tíma. Eftir nokkra áratugi verður það orðið að skortvöru eins og ekta kavíar úr Kaspíahafinu. Þetta er vara, sem á að vera dýrt sköttuð, svo að fólk spari hana. Sama gildir um flugvélabenzín og farseðlana, sem borga það. Ríkisstjórnin má ekki verða við kröfum um að bæta veika krónu með lægri opinberum gjöldum á benzíni. Hins vegar á hún einnig að skatta flugvélabenzín eins og Frakkar gerðu fyrir stuttu. Miðað við framtíðarhorfur er benzín of ódýrt, þrátt fyrir hækkanir síðustu daga. Því miður.