Gefum okkur, að einhver fyrirtæki í útlöndum mundu kannski vilja fjárfesta á Íslandi. Hver er þá sá, sem fælir þau í burtu? Því er auðsvarað. Það eru Viðskiptaráð og Samtök atvinnulífsins, sem hafa steypt þjóðinni á hvolf. Með óheftri frjálshyggju hafa höfuðpaurar frjálshyggjunnar steypt þjóðinni í ferlega skatta, sem fæla fyrirtæki í burtu. Í stað þess að bölsótast yfir hreinsuninni eiga samtök frjálshyggjunnar að lúta höfði í skömm. Fyrir að hafa leitt þessi ósköp yfir þjóðina. Lágmarkið er, að forustumenn samtakanna haldi sér saman meðan hreinsaður er óþverrinn eftir frjálshyggju þeirra.