Beðið eftir Bjarna

Punktar

Í vor lagði Sigurður Ingi, formaður Framsóknar, fram fyrirspurn til Bjarna Benediktssonar forsætis. Fjallaði um sex atriði í starfsháttum Seðlabankans. Sigurður segist hafa beðið of lengi eftir svari. Sé málið viðkvæmt, beri aðilum málsins að segja svo, í stað þess að þegja. Gefur hann kost á, að þingmenn fái að vita svarið, þótt almenningur fái það ekki. Þarna kemur fram eitt dæmið um, að fjórflokkurinn lítur á almenning sem afgang. Að samtöl innan fjórflokksins komi almenningi lítið við. Sigurður Ingi tekur þó fram, að hann telji betra, að almenningur fái að vita um efni þessara starfshátta. En enn er beðið eftir Bjarna.