Upplýsingaflæði batnaði verulega með útkomu kynningarits um frambjóðendur til stjórnlagaþings. Flestir geyma ritið og nota sér það. Miklar upplýsingar um frambjóðendur eru líka á DV.is og á Svipan.is. Einnig má benda á slóðina: http://www.ipetitions.com/petition/stjornlagathing/signatures. Þar er listi yfir frambjóðendur, sem ekki hyggjast kaupa auglýsingar fyrir framboð sitt. Á þeim lista er meira en nóg af frambærilegum frambjóðendum. Kjósendur þurfa ekki að leita víðar. Í uppsiglingu er annar listi yfir frambjóðendur, sem ekki eru studdir stjórnmálaflokkum eða sérhagsmunum. Það verður brýnn listi.