Bati ímyndar eða innihalds

Punktar

Alþýðusambandið gerir kröfur í samstarfi þess við ríkisstjórnina. Vill, að ráðherrar fjármála og bankamála víki eins og stjórnendur seðlabanka og fjármálaeftirlits. Ekki vegna lögbrota ráðherranna, heldur á siðferðilegum forsendum. Ráðherrar bera ábyrgð á sínum málaflokkum. Mesta ábyrgð bera raunar Geir Haarde og Ingibjörg Sólrún, en Alþýðusambandið nefnir þá krimma ekki. “Það skortir tilfinnanlega á trúverðugleika stjórnvalda,” sagði forseti Alþýðusambandsins. Hann bætti við, að ríkisstjórnin yrði að “bæta sína ímynd”. Mér finnst raunar brýnna að bæta innihaldið fremar en ímyndina.