Barnasjóður Sonju Zorilla nam tíu milljörðum króna og er horfinn. Aldrei hefur verið úthlutað úr honum. Fyrir löngu er húsrannsókn orðin tímabær. Gæzlumenn sjóðsins eru grunaðir um að hafa skafið hann að innan til að lána sjálfum sér til jarðakaupa. Líklega hefur allt fé sjóðsins brunnið upp til agna og næst því ekki til baka. Það er dapurleg meðferð á góðvild aldraðrar konu. En gæzlumenn sjóðsins bera ábyrgð og þá þarf að draga fyrir dómstóla. Guðmundur Birgisson fjárfestir er gæzlumaður sjóðsins og getur engu svarað. Hann lítur á meðferð tíu milljarðanna hennar Sonju sem sitt prívat einkamál.