Barizt verður um matinn

Punktar

James Lovelock telur nýjustu aðgerðir mannkyns ekki munu hindra ragnarök. Kolefnisjöfnun sé skrípaleikur. Bann við plastpokum geri ekkert gagn. Vindmyllur komi að litlu gagni. Allt þetta og fleira sé sýndarmennska til að friða samvizku fólks og fyrirtækja. Raunverulega vill fólk engu breyta. Það vill bara halda áfram að dansa í Hrunakirkju, þar til hún sekkur. Þetta er fræg, íslenzk kenning: “Fólk er fífl.” Lovelock telur, að kjarnorkuver dugi ekki, því að jörðin muni breytast í vígvöll, þar sem barizt verði um matinn. Jörðin er lífvera, segir hann, og hún þolir ekki álag fábjánanna.