Pálmi Haraldsson er dæmi um útrásarvíking, sem framleiddi engin verðmæti. Keypti bara og seldi, fékk lán og keypti bara og seldi. Sjónhverfingar hækkuðu ímyndað verðgildi Sterling úr fimm milljörðum króna í tuttugu milljarða. Á þremur árum varð til ímynduð eignastaða, dæmigerð um meinta eignastöðu á tímum fjármála án eftirlitsiðnaðar. Öruggt var, að Sterling færi á hausinn. Þannig fara öll fyrirtæki útrásarinnar á hausinn. Pálmi magnaði hatur útlendinga á Íslandi. Er samt bara venjulegur víkingur. Hefur ekki rænt okkur hundruðum milljarða eins og Bjöggarnir gerðu með IceSave.