Bara skiptimynt

Punktar

Segjum, að Kári Stefánsson hafi rétt fyrir sér. Að hér þurfi að hækka framlög til heilsu um 1,5% af landsframleiðslu. Eru 36 milljarðar króna. Skiptimynt fyrir kvótagreifa og aflandseyinga. Svo segir Bjarni Ben, að fé sé ekki til. Stafar af, að hann lækkaði auðlindarentu kvótagreifa og kom ekki á auðlindarentu á stóriðju og ferðaþjónustu. Að hann afnam auðlegðarskatt. Alls er tekjutap vegna auðgreifa tífalt það, sem vantar í heilsuna. Væri Bjarni ekki bara að þjónusta auðfólkið, gæti ríkið leyst spítalamálið og aðra heilsu, Líka látið sjúklinga, öryrkja og gamlingja fá aftur það, sem hann stal. Og líka leyst húsnæðisvanda unga fólksins.