Dólgar forsætisráðherra hafa verið fyrirferðarmiklir að undanförnu, svo sem í vörn Halldórs Ásgrímssonar vegna Íraks. Þeir hafa þó meira lagt sig fram í átökum innan flokks í Framsókn, til dæmis við að skipta um í stjórn kvennadeildarinnar í Kópavogi. Halldór telur sig eiga marga óvini í flokknum, hefur látið ráðast á Alfreð Þorsteinsson í Orkuveitunni. Næstu vikur munu augu dólga Halldórs einkum beinast að Guðna Ágústssyni, sem þeir ætla að fella fyrst úr sæti varaflokksformanns og síðan úr ráðherraembætti. Það er rangnefni að kalla þá spunalækna, þetta eru bara dólgar.