Bara átta plánetur

Punktar

Stjörnufræðingar eru farnir að finna plánetur á yzta jaðri sólkerfisins, jafnvel stærri en Plútó. Búizt er við, að slíkar plánetur gætu orðið um tuttugu talsins og jafnvel nokkur hundruð. Það minnir á, að á sínum tíma þótti vafasamt að bæta Plútó við stóru pláneturnar átta. Hann er bara frosinn klumpur, einn fimmti af massa tunglsins, og verður væntanlega strikaður út sem pláneta, þegar fleiri slíkir finnast með hinum fullkomnu áhöldum, sem stjörnufræðin hefur nú yfir að ráða. Þá verða pláneturnar bara: Merkúr, Venus, Jörðin, Marz, Júpíter, Satúrnus, Úranus og loks Neptúnus.