Bara 8% í vondum málum

Punktar

Fjölþjóðleg rannsókn sýnir, að Ísland hefur dregizt aftur úr ríkjum, sem við berum okkur saman við. Fólki finnst fjárhagsvandi sinn vera meiri hér en á Norðurlöndum, í Þýzkalandi, Frakklandi, Hollandi og Sviss. Við erum á sama báti og þriðja heims ríkin Bretland og Ítalía, sem fáir vilja bera sig saman við. Samt telja bara 8% aðspurðra Íslendinga “mjög erfitt” fyrir sig að ná endum saman. Lág tala miðað við skellinn, sem fólk fékk í hruninu. Flest samanburðarríkin nota evru, sem varðveitti kaupmátt. Hér var elsku krónan, sem hrundi. Því hrundi kaupmátturinn hér. Samt eru bara 8% í vondum málum.