Út um þúfur hafa farið hugmyndir um, að áttveldin taki sig saman um að gera lyf og ónæmissprautur ódýrari í þriðja heiminum. Bandaríkin hafna tillögum Frakklands og Bretlands um aðferðir á þeim grundvelli, að þær feli í sér skatt á auðríkin. Bush Bandaríkjaforseti er þannig víraður, að hann geltir alltaf, þegar hann heyrir nefndan skatt eða fjölþjóðasamstarf. Þetta er algengur galli, margir eru svona víraðir hér á landi einnig. Ekkert mun því koma út úr áttveldafundinum frekar en í Doha-viðræðunum um heimsviðskipti, þar sem Bandaríkin verja okur lyfjaframleiðenda á þriðja heiminum.