Bannið heldur áfram

Punktar

Evrópusambandið ætlar að fresta afnámi vopnasölubanns til Kína, þar sem Kína hefur rofið skilmála um að magna ekki spennu í sínum heimshluta. Þing Kína samþykkti nýlega lög, sem heimila vopnavald til að koma í veg fyrir formlegt sjálfstæði Taívans, sem í rauninni hefur verið sjálfstætt ríki áratugum saman. Vopnasölubannið hefur staðið síðan skriðdrekar óku yfir námsmenn á torgi hins himneska friðar árið 1989. Við hæfi er, að banni sé ekki aflétt, þegar Kína lætur ófriðlega gagnvart umhverfi sínu, sem gerist því miður allt of oft. Sjá grein eftir Joseph Kahn í New York Times.