Bankabófinn Ásmundur Stefánsson skipti um kennitölu á Þreki, sem átti World Class. Gaf Birni Leifssyni fyrirtækið skuldlaust fyrir 25 milljónir króna, þar af bara fimm milljónir greiddar. Skuldir Þreks við bankann námu meira en tveimur milljörðum króna. Skiptastjóri Þreks telur, að fyrirtæki, sem eigi 35% af þessum markaði sé 500-700 milljón króna virði í dag. Það er verðgildi gjafar Ásmundar bankabófa til Björns bófa. Og afsláttur skuldarinnar nemur 99%. Það er fínt fyrir kúgaðan almenning að sjá afskriftir Landsbankans til þeirra, sem bankinn elskar. Þetta er ríkisbankinn og hann elskar bara bófa.