Banki gegn samkeppni

Punktar

Banki spreðar ekki 700 milljónum í gjaldþrota ritfangaverzlun til að fá féð til baka úr eðlilegum rekstri. Síðustu tvö árin hefur Penninn tapað heilum milljarði. Arion er ekki með markaðslögmál í huga, þegar hann spýtir 200 milljónum í Pennann. Ætlar að ryðja öðrum ritfangaverzlunum burt af markaði. Áður var bankinn búinn að leggja Pennanum til hálfan milljarð. Markmiðið er, að Penninn sitji einn eftir og geti þá skrúfað upp verðlag sitt. Þannig fær bankinn peningana til baka. Þannig grefur Arion undan framförum. Rekstur Arion stríðir gegn markaðslögmálum og stríðir gegn hagsmunum þjóðarinnar.