Bankaruglið er enn í hæstu hæðum, þrátt fyrir Fjármálaeftirlitið, Bankasýslu ríkisins og Seðlabankann. Bankar skrá verðlausar eignir á uppsprengdu verði til að standast prófanir eftirlitsaðila. Þannig er ástandið líka víðs vegar um Vesturlönd. Evrópskir bankar skrá gríska ríkispappíra á fullu verði, þótt ljóst sé, að þeir þurfi að afskrifa meira en helminginn. Þannig standast þeir prófanir, þótt þeir stefni í gjaldþrot. Ríkið hleypur undir bagga fyrir hönd skattgreiðenda. Steingrímur gerði það eins og aðrir fjármálaráðherrar. Þar með laskast lánshæfni ríkisins. Á endanum bíða fleiri ríkisgjaldþrot.