Þótt ég hafi stundum agnúast út í Marinó G. Njálsson, trúi ég honum betur en alræmdri Hagfræðistofnun Háskólans. Reikningar Marinós sýna, að bankarnir eiga enn eftir að nota 52-53 milljarða af svigrúmi til að létta skuldabyrði almennings. Svigrúmið fengu þeir, þegar þeir keyptu skuldirnar með afslætti út úr þrotabúi gömlu bankanna. Hafi þeir notað svigrúmið til að gefa vinum sínum meðal útrásarbófa og kvótabófa stórfellda afslætti, er það þeirra mál, en ekki skattgreiðenda. Gera þarf kröfu um, að bankarnir verði neyddir til að fullnýta svigrúmið, sem þeir fengu í uppgjöri sínu við gömlu bankana.