Endurnýjuð einkavæðing bankanna var misráðin. Neita núna að lýsa stuðningi við aðgerðir í þágu heimilanna. Hóta jafnvel málsóknum. Ríkisstjórnin átti að nota tækifærið, þegar bankarnir voru skamman tíma í ríkiseigu. Þá hefði átt að hreinsa fjármálageirann, losna við græðgislið og græðgishugsun. Þess í stað voru ráðnir bankastjórar og aðrir yfirmenn með sömu hugsanabrengl og hinir fyrri. Hrun bankanna var ekki notað til að siðvæða þá. Yfir þá var svo sett Bankasýsla ríkisins, sem fékk enga siðferðilega forskrift. Bankarnir eru því ekki hluti af lausn vandamála þjóðarinnar. Þeir eru sjáfur vandinn.