Bankaleynd: Fé er ekki fólk

Punktar

Bankaleynd er ekki mannréttindi. Það er bara bull. Bankaleynd stafar af, að peningar vilja dyljast og fara þangað, sem þeir geta falizt. Peningar hafa engan sérstakan rétt á að vera í felum, ekki varinn rétt í stjórnarskrá. Það er praktískt atriði, hversu mikil bankaleynd megi vera, ef hún má vera til. Ef ríki ákveður takmarkanir á bankaleynd, þá er það bara eins og hver önnur ákvörðun. Samtök ríkja á borð við Evrópusambandið geta takmarkað bankaleynd. Þá flýja glæpsamlegustu peningarnir út í karabískar eyjar. Þannig er lífið. En það er firra, að tala um bankaleynd sem mannréttindi. Fé er ekki fólk.