Um allan hinn vestræna heim hafa stjórnvöld tekið með silkihönzkum á þeim, sem gerðu bankana gjaldþrota. Ríkissjóðir ábyrgjast rekstur þeirra, allt frá Bandaríkjunum yfir til Írlands. Í flestum tilvikum halda bankastjórar áfram stólum sínum og halda áfram að skammta sér ofurlaun. Að engu hafa stjórar brezku bankanna tilmæli ríkisstjórnar Bretlands um að reyna að gæta hófs í græðginni. Vestrænir bankastjórar eru ríki í ríkinu. Þeir taka sér marga milljarða á mann í laun og bónusa. Þeir eru gersamlega ábyrgðarlausir, því að ríkið kemur til skjalanna, þegar brask þeirra leiðir bankana í ógöngur.