Bandarískar reglur

Punktar

Beztu bandarísku blöðin hafa flest umboðsmann lesenda og eigin siðareglur, sem eru ólíkar því, sem við þekkjum hér á landi. Andinn í bandarískum siðareglum fjölmiðla er: Sannleikurinn = góður vilji + mikil vinna = staðfestingar + staðfestingar + staðfestingar. Sannleikurinn er torsóttur og flókinn, en menn komast næst honum með góðum vilja og mikilli vinnu, eins og Bernstein og Woodward sýndu í Watergate. Allt næst þetta fyrst og fremst með endalausri röð af staðfestingum. Hér á landi fela siðareglur blaðamanna í sér þægilegt boðorð letinnar: Oft má satt kyrrt liggja.