Í Bandaríkjunum skipta nýir forsetar um æðstu embættismenn. Af ráðningum Barack Obama hefur nýr forstjóri fjármálaeftirlitsins vakið mesta athygli. Mary Schapiro er í stjórnmálaskýringum talin vera hörð járnfrú. Öfugt við Chirstopher Cox, sem sætir gagnrýni fyrir að láta bankamenn vaða uppi. Þar á meðal hleypti hann lausri Ponzi-svikamyllu Bernard Madoff með 50 milljarða dollara tjóni. Hann stýrði embættinu að hætti frjálshyggjunnar með “light-touch”, “laissez-faire” og “hands-off”. Minnir á stöðu mála hér. Nú munu regluverk og eftirlit hefjast í Bandaríkjunum. Auðvitað með mannaskiptum.