Bandaríkjastjórn væri nær að stöðva bandarískar hvalveiðar heldur en að amast við íslenzkum hvalveiðum. Bandaríkjunum væri almennt nær að hætta að líta á sig sem heimslöggu. Afskipti þeirra af alþjóðamálum eru hvarvetna til ills, samanber Írak og Afganistan. Með einhverjum hætti telja Bandaríkjamenn sér trú um, að þeir frelsi fólk með því að drepa það. Mestu vandræðin af heimsvaldastefnu Bandaríkjanna stafa þó af eindregnum stuðningi við Ísrael. Bandaríkin og Ísrael eru ofbeldishneigð ríki og við eigum sem minnst að hafa saman við þau að sælda. Annað mál er, að hvalveiðar okkar eru ekki arðbærar.