Ballið er rétt að byrja

Punktar

Sexhundruð Íslendingar komust í skattaskjól á aflandseyjum. Þarna eru peningar úr kúlulánum, skuldir á einni kennitölu en féð á annarri. Þarna eru peningar af mismun á fiskverði innanlands og erlendis, fengnir með hækkun í hafi. Þarna er alls konar gróði fenginn með aðstöðu, innherjasvikum, skattasniðgöngu, fáokun og umboðssvikum, ekki með dugnaði eða hæfni. Þarna eru þúsund milljarðar, sem sogaðir hafa verið úr einu auðugasta auðlindakerfi vesturlanda. Það er hundrað milljarða blóðtaka á ári, sem menn hafa komizt upp með í áratug. Nú er leyndin að hrynja. 600 nöfn verða birt áður en yfir lýkur. Ballið er rétt að byrja.