Það fór eins og ég sagði um Balí. Skrifstofa Bandaríkjaforseta hefur lýst frati á niðurstöðuna, sem fulltrúi hans skrifaði þó undir. Markmiðið var að hindra ályktun um 25-40% samdrátt loftmengunar fyrir 2020. Bandaríkjunum tókst gegn vilja allra annarra að hindra þá niðurstöðu. Síðan tókst þeim að lýsa frati á niðurstöðuna, sem fól ekki í sér neitt markmið. Fráleitt er að telja mál þetta allt vera sigur fyrir umhverfisstefnu. Það er beinlínis rangt hjá Þórunni Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra að telja ráðstefnuna marka “tímamót”. Þau orð eru bara venjulegur nautaskítur stjórnmálamanns.