Skuldastaða Íslands er bærileg, þótt öðru sé haldið fram. Menn gleyma oft, að skuldir gömlu bankanna hreinsast, þegar þeir verða gerðir upp. Þar hverfa 7000 milljarðar í gjaldeyri með einu pennastriki. Hrein staða þjóðarinnar gagnvart útlöndum er því aðeins neikvæð um 434 milljarða. Að vísu fyrir utan IceSave, sem við vitum ekki um. Gjaldeyrisstaða þjóðarinnar er líka bærileg, sjóðurinn kominn upp í 484 milljarða. Hefur aukizt um 200 milljarða á einu ári. Að vísu er sjóðurinn að miklu leyti fenginn að láni, en nýtist þó til að jafna sveiflur. Fjárhagsstaða þjóðarinnar er bærileg og fer ört batnandi.