Bændur hafa tröllatrú á sinubrunum, sem náttúrufræðingar segja gagnslausa. Bændur telja, að eftir bruna komi gróður, sem gefi fleiri fóðureiningar á fermetrann. Þegar bruninn fer úr böndum, er sígarettum kennt um. Þannig var það líka á Spáni og í Portúgal fyrir ári. Þar kom þó í ljós við nánari rannsókn, að bændur höfðu kveikt næstum alla eldana, til að stækka akrana. Þegar búið er að brenna heilan hrepp á Mýrum, er kominn tími til að banna þessa bábilju, hvað sem bændur segja um kosti sinubruna. Sýslumenn, sem leyfa bruna, eiga að fá sér aðra vinnu.