Bændasamtökin biluðu

Punktar

Við munum hætta að fallbeygja og fara að þýða enska málshætti orðrétt. Nú þegar eru mörg áherzluorð komin á ensku og bankarnir biðja um fleira. Þótt íslenzka hafi reynzt ágæt til síns brúks, er mörgum ofviða að nota tvö mál. Einn þáttur íslenzku mun þó lifa um aldir. Ekki bara hér á landi, heldur úti um allar álfur. Íslenzkir hestar eru orðnir fleiri erlendis en þeir eru hér á landi, hundrað þúsund. Þorri þeirra heitir á íslenzku. Alþjóðasamtök eigendanna hafa sett um það reglu. Einn aðili hefur þó bilað, íslenzku Bændasamtökin, sem halda ættbókina. Þau hleypa þar inn erlendum bannorðum.