Bækluð ræktunarhross

Punktar

Íslenzki hesturinn er ekki frægastur fyrir tölt. Ýmis önnur hestakyn kunna að tölta. Sá íslenzki er hins vegar sérstæður fyrir fimm gangtegundir. Þar af leiðir, að bæklaðir eru hestar, sem ekki kunna að skeiða. Þeir hafa ekki fullan góðgang. Kynbótasýningar taka ekki á þessu. Enduróma dálæti manna á tölti. Þannig er hrossum, sem ekki geta skeiðað, gefin fimm í einkunn fyrir skeið. Réttara væri að gefa þeim núll fyrir skeið. Á kynbótasýningum árið 2007 var annað hvert hross bæklað, þar af nokkur með fyrstu einkunn. Og dæmi var um bæklað hross á upp fráleita 8,54 í einkunn á Hellu í sumar.