Ýmsir bera ábyrgð á hruninu, en þyngst er byrði Flokksins. Hann þvingaði óheftri frjálshyggju upp á bankaheiminn. Fyrst með einkavæðingu og síðan með skorti á regluverki og eftirliti. Ber ábyrgð á Davíð Oddssyni, sem er orðinn að samnefnara hrunsins. Hann lagði niður Þjóðhagsstofnun í einu æðiskastinu. Hleður upp rugli í Seðlabankanum. Flokkurinn hefur flokka harðast barizt gegn aðild Íslands að Evrópusambandi og evru. Aðild hefði afstýrt hruni. Hver er þessi Flokkur, sem ber meira en 90% ábyrgðarinnar? Það er sá þriðjungur þjóðarinnar, sem kaus Flokkinn. Axla fíflin ábyrgð?