Barinn á 101 hóteli á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis er leyndarmál veitingabransans. Þótt hótelið sé strax orðið heimsfrægt á vefnum, er enn hófleg aðsókn að barnum, sem býður tau í stað pappírs í munnþurrkum, merki um fullorðið veitingahús með burðugum matseðli, sem gælir þar á ofan við vestrænan og asískan blandstíl. … Hér er matur ódýr, aðalréttir á 2250 krónur að meðaltali og þríréttaður matur á 4140 krónur að meðaltali. Súpa og réttur dagsins í hádeginu kostaði 1290 krónur, mun lægri tölur en við mátti búast. Góð borðvín, einkum ítölsk og áströlsk, eru líka hóflega verðlögð, sum seld í glasatali. … Matreiðslan í glæsilegum borðsalnum er yfirleitt fín, með bragðsterku austrænu ívafi, mest indversku. …