Ég skil ekki handrukkunarmál Alþjóða gjaldeyrissjóðssins. Ef ekki semst um IceSave, kemur ekki fé í Seðlabankann. Er það ekki bara í lagi? Slíkt fé er ekki notað í neitt og kostar stórfé í vexti. Sé ekki heldur, hvaða erlent fé bíður í ofvæni eftir að komast hingað í atvinnulífið. Sé ekki heldur, hvaða fé kemur ekki, ef ekki semst um IceSave. Hins vegar eru bankarnir fullir af krónum, sem þeir vilja ekki lána. Ef hægt væri að lána krónurnar, þjónar það þörfum þess hluta atvinnulífsins, sem óhætt er að lána. Hinn langvinni dans kringum Alþjóða gjaldeyrissjóðinn og aurana hans er bara tímaeyðsla og rugl.