Alþingi ákvað í fyrravetur aó verja 27.550.000 krónum á þessu ári til að stuðla að útgáfu pólitískra sorprita eins og gert hefur verið á undanförnum árum. Sérstök nefnd stjórnmálaflokkanna skipti herfanginu þannig:
2.600.000 krónur fóru til að greiða fréttaþjónustu Norsk Telegrambyrå til hinna flokkspólitísku dagblaða, Morgunblaðsins, Vísis, Tímans, Þjóðviljans og Alþýðublaðsins auk útvarps og sjónvarps. 4.500.000 krónur fóru til styrktar hinum flokkspólitísku blöðum úti á landi, 900.000 krónur á hvern stjórnmálaflokk, sem á mann á þingi.
Bróðurpartur herfangsins, 13.500.000 krónur, fóru til að greiða 200 áskriftir af hinum flokkspólitísku dagblöðum, Morgunblaðinu, Vísi, Tímanum, Þjóðviljanum og Alþýðublaðinnu, svo og af Nýjum þjóðmálum.
Þá eru eftir 6.950.000 krónur, sem fóru Í vasa þingflokkanna í hlutfalli við þingmannatölu þeirra, svo að þeir geti styrkt sorprit sín eftir aðstæðum, ýmist dagblöð eða héraðsblöð.
Það er fróðlegt fyrir skattgreiðendur að sjá, að ríkið getur notað aurana þeirra til einhvers.
Jónas Kristjánsson
Dagblaðið