Sjaldan hef ég séð aumara blogg. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur vill hætta andófi, því að Geir sé veikur. Nú er einmitt brýnt að efla andófið. Geir Haarde hefur bara samþykkt kosningar. Hann vill ekki fara frá völdum, þótt hann sé bæði vanhæfur og veikur. Hefur ekki fallizt á meginkröfuna bak við slagorðið “vanhæf ríkisstjórn”. Blogg Eiríks sýnir vandræðin, sem kratar komust í, þegar Ingibjörg Sólrún neitaði að slíta stjórnarsamstarfinu. Enda segir forsprakki mótmælanna, Hörður Torfason, réttilega, að kosningar í maí séu bara hænufet. Fólk vill stjórnina burt og kosningar fljótt.