Lífeyrissjóðirnir segjast blankir að þessu sinni og ekki geta bætt kjör lífeyrisþega. Hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna eru blankheitin þessi: Fjármagnstekjur sjóðsins numu 36,6 milljörðum króna og tekjur af sjóðfélögum 12,8 milljörðum. Samtals eru þetta 43,4 milljarða tekjur. Útgjöldin til lífeyris námu 3,5 milljörðum á móti. Flestir mundu telja þetta bærilega afkomu. Nærri fjörutíu milljarðar í hreinan hagnað á ári. En sjóðstjórar hafa leiðst af leið, orðnir svartir í framan af ágirnd. Eru svo uppteknir af fjármálabralli, að þeir greiða bara 38.000 á mánuði í lífeyri á mann.
