Upp á síðkastið er krafa um afslátt af skuldum afsökuð með aukinni veltu. Á að örva efnahagslífið. Þetta er bandarísk hugsun. Bandaríkin eru heimur út af fyrir sig. Aukin velta eykur atvinnulífið. Bandaríkjamenn eru hvattir til að sukka. Svoleiðis hugsa Þjóðverjar ekki. Þeir búa í opnu hagkerfi, leggja traust sitt á útflutning. Því spara þeir, reyna að halda veltunni niðri. Við eigum enn meira en þeir undir útflutningi, sem aflar gjaldeyris. Aukin velta felur í sér eyðslu gjaldeyris. Við eigum því að spara sem mest og allra sízt að auka veltuna. Við höfum áður prófað sukkið og þekkjum afleiðingarnar.