Fyrir hrun var ríkissjóður skuldlaus. Nú skuldar hann yfir þúsund milljarða. Sennilega er skuld skattgreiðenda framtíðarinnar komin í fjórar milljónir króna á hvert mannsbarn. Það er skuldafangelsi barna okkar og barnabarna. Ríkisstjórnin setti okkur ekki í fangelsið. Það var Sjálfstæðisflokkurinn, sem gerði það, fyrst með aðstoð Framsóknar, síðan Samfylkingar. Hann bjó til vítahringinn, sem hófst með frjálshyggju og einkavinavæðingu banka, skorti á eftirlitsiðnaði og Davíð Oddssyni í Seðlabankanum, Geir Haarde og IceSave. Dæmigert fyrir botnlausa heimsku Íslendinga er, að fylgi flokksins stígur.