Liðinn er sú tíð, er brezka leyniþjónustan þóttist ekki vera til og skrifaðar voru bækur um James Bond og George Smiley. Á fimmtudag var opnuð vefsíða MI6, þar sem fólki var gefinn kostur á að sækja um vinnu. Þarna geta menn óskað eftir að komast að sem agentar, Bondar og rannsóknamenn. Beðið er um kunnáttu í spönsku, frönsku, arabísku, kínversku og rússnesku. Við fáum að vita, að bossinn heiti Sir Mansfield Smith Cumming. Ekki er áskilin menntun í einkaskólum og í Oxford og Cambridge, eins og Kim Philby og Guy Burgess á sínum rómantískari tíma. Slóðin er (www.mi6.gov.uk).