Augljóst ofsóknaræði

Punktar

Hatur Sigmundar Davíðs á fjölmiðlum minnir á Donald Trump. Telur þá meðal annars hafa myndað samsæri gegn sér að tilhlutan George Soros auðkýfings. Hvernig Soros hefur komið með sér að borði Guardian og Stundinni er mér óskiljanlegt, enda hefur Sigmundur ekki skýrt það nánar. Athyglisvert er, að hann getur fabúlerað óskilgreindar ofsóknir gegn sér án þess að stjarfir stuðningsmenn fari að efast. Þetta er augljóst ofsóknaræði, sem ekki er gott vegarnesti stjórnmálamanns. Þið sjáið, hvernig stjórnarmyndunarviðræður munu ganga, þegar Sigmundur rýkur brott af fundi eða mætir ekki á fundi. Hann er ágætis dæmi um óstjórntækan pólitíkus.