Baldur Ragnarsson bendir á, að einfalt sé að reka Davíð Oddsson. Samkvæmt 22. grein laga um opinbera starfsmenn er seðlabankastjóri opinber starfsmaður. Samkvæmt 25. grein laganna má víkja slíkum úr starfi, sé það lagt niður. Samkvæmt 34. grein laganna fær hann 12 mánaða biðlaun. Þannig getur stjórnin lagt niður starf seðlabankastjórans og tekið upp nýtt embætti forstjóra seðlabanka og fjármálaeftirlits. Ný ríkisstjórn þarf því ekki að breyta lögum. Hún getur rekið Davíð og tvo vistmenn bankans formálalaust á mánudaginn. Og sagt þeim að hypja sig samdægurs. Ekki flækja málið.