Alls staðar misnotar fólk kerfið. Einn með 40 milljón króna árstekjur er á atvinnuleysisbótum. Rúmlega töhundruð manns með 10 milljón króna árstekjur eru á bótum. Tekjurnar eru fjármagnstekjur. Samt gerir Vinnumálastofnun ekkert. Fólk með 250.000 króna mánaðartekjur fer til mæðrastyrksnefndar að sækja sér í matinn. Enda er þar engin skrá yfir fólk, sem raunverulega er þurfandi. Hagsmunasamtök óráðsíufólks nota neyð fátæklinga til að ná sér í afslátt af höfuðstól lána. Öryggisnet þjóðarinnar er stíflað af græðgisfólki að nýta sér aðild að neyð annarra. Skrúfa þarf nú þegar fyrir alla þessa græðgi.