Persónuvernd lét loka aðgangi Jóns Jósefs Bjarnasonar að fyrirtækjaskránni. Sigrún Jóhannesdóttir forstjóri var skelfingu lostin yfir fréttum um tengsli viðskiptajöfra. Jón hafði búið til forrit um tengslin, sem eru meiri en menn óraði fyrir. Forrit Jóns var notað af rannsóknaraðilum hrunsins. Sigrúnu fannst ótækt, að með upplýsingum yrði höggvið nærri persónu viðskiptajöfra. Persónuvernd er í fararbroddi leyndarstefnu ríkisvaldsins. Leggst gegn brýnu gegnsæi í samfélaginu. Hún er partur af hruninu. Atlagan að tengslaforriti Jóns um viðskiptajöfra er liður í markvissri auðmannavernd Persónuverndar.